Lífið

Myndaveisla frá Víkingaleikum Mjölnis

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hörkukeppni hjá Mjölnismönnum.
Hörkukeppni hjá Mjölnismönnum.
Sindri Jónsson og Dóra Sóldís Ásmundsdóttir unnu Víkingaleika Mjölnis sem haldnir voru á laugardaginn var, í sjötta sinn.

Metfjöldi var skráður í Víkingaleikanna í ár, ríflega fjörutíu keppendur, og var keppnin afar hörð, bæði í kvenna- og karlaflokki. Dóra Sóldís og Þórdís Anna Oddsdóttir, sigurvegarar tveggja síðustu ára, börðust hart um sigur í kvennaflokki og hafði sú fyrrnefnda betur að lokum. Spennan í karlaflokki var ekki síður mikil.

Guðmundur Geir Jónsson leiddi keppnina þegar komið var að síðustu þrautinni og Böðvar Tandri Reynisson fylgdi fast á eftir. Í síðustu þrautinni skaut Sindri Jónsson þeim Böðvari og Guðmundi hins vegar ref fyrir rass og kom fyrstu í mark.

Húsfyllir var á leikunum og gríðarleg stemmning sem hélt áfram inn í kvöldið þegar Haustfagnaður Mjölnis var haldinn hátíðlegur í Drukkstofunni í Mjölnishöllinni.

Kvennaflokkur:

1. sæti: Dóra Sóldís Ásmundardóttir

2. sæti: Þórdís Anna Oddsdóttir

3. sæti: Kristín Sif

Karlaflokkur:

1. sæti: Sindri Jónsson

2. sæti: Guðmundur Geir Jónsson

3. sæti: Böðvar Tandri Reynisson






Fleiri fréttir

Sjá meira


×