Lífið

Myndasyrpa frá matarveislu

Bjarki Ármannsson skrifar
Margmenni var á markaðnum í Hörpu í dag.
Margmenni var á markaðnum í Hörpu í dag. Vísir/Stöð 2
Matarmarkaður Búrsins var haldinn í Hörpu í dag en markaðurinn er haldinn í fimmta sinn núna um helgina. Þar koma saman tæplega fimmtíu bændur og smáframleiðendur víðsvegar af landinu með fjölbreytt úrval af kræsingum.

Fjöldi fólks lagði leið sína á markaðinn í dag, upplifði matarmenninguna og fræddist um þróun og nýsköpun í matvælaiðnaði, til dæmis um ostrusveppi og fornaldarbrauð og hvort hægt væri að búa til konfekt úr kartöflum eða pylsur úr grænmeti. Þessum myndum náði myndatökumaður Stöðvar tvö fyrr í dag.

Markaðurinn verður einnig opinn á morgun.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×