Handbolti

Myndasyrpa: Valsmenn bikarmeistarar í tíunda skiptið

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Valsmenn sáttir með sigurverðlaunin.
Valsmenn sáttir með sigurverðlaunin. Vísir/Andri Marinó
Valur er bikarmeistari annað árið í röð og í tíunda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 22-26, í úrslitaleik Coca Cola-bikars karla í dag í Laugardalshöllinni.

Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttaablaðsins, var í Laugardalshöll og myndaði leikinn ásamt fagnaðarlátum Valsmanna eftir leik en myndirnar má sjá hér fyrir ofan.

Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Valur 22-26 | Tíundi bikartitill Valsmanna

Mosfellingar voru sterkari framan af og leiddu í hálfleik 11-10 eftir að hafa leitt allan leikinn en Valsmenn voru aldrei langt undan. Tókst Valsmönnum að ná forskotinu í seinni hálfleik en þeim gekk erfiðlega að hrista Mosfellinga frá sér.

Að lokum var það varnarleikurinn og markvarslan sem skilaði Valsmönnum sigrinum en Hlynur Morthens átti nokkrar mikilvægar markvörslur þegar Valsmenn sigldu sigrinum heim.

Vísir/Andri Marinó
vísir/andri marinó
Vísir

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×