Innlent

Myndaði ferðalagið og náði stórfenglegu myndbandi af gosinu

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Eric Cheng náði frábærum myndum af gosinu.
Eric Cheng náði frábærum myndum af gosinu.
Myndatökumaðurinn Eric Cheng hefur birt stutta heimildamynd um veru sína hér á landi, en hann kom hingað í þeim tilgangi að taka myndir af gosinu í Holuhrauni. Við myndatökuna notar Cheng svokallaða dróna og eins og sjá má í myndbandinu stýrði hann drónanum nálægt gosinu og náði stórfenglegum myndum.

Cheng sérhæfir sig annars í myndtöku neðansjávar og er margverðlaunaður fyrir störf sín.

Cheng vinnur hjá fyrirtækinu DJI en ljósmyndarinn Ragnar Th. Sigurdsson var með honum í för.

Myndbandið sínir ferðalag Cheng til landsins og að gosstöðvunum. Honum tekst að gera ferðalagi sínu skil í stuttu myndbandinu, auk þess sem hann birtir myndir af þessum kröftugu náttúruöflum sem þarna eru að verki.

Eins og sjá má í lok myndbandsins bráðaði ein GoPro myndavélin sem Cheng notaði til þess að ná myndum af gosinu. Hér að neðan má einnig sjá myndbandið sem náði  

Hér að neðan má svo sjá myndbandið úr vélinni sem bráðnaði:

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×