Bíó og sjónvarp

Mynd Bjarkar fær frábæra dóma

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Heiða Helgadóttir
Tónleikamynd Bjarkar Guðmundsdóttur, Björk: Biophilia Live, var Evrópufrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi í vikunni.

Gagnrýnandinn Guy Lodge hjá vefsíðunni Variety er yfir sig hrifinn af myndinni.

„Biophilia Live er heillandi heimild um listamann sem hefur fullt vald á sínum sérviskulegu kröftum,“ skrifar hann meðal annars.

„Persónutöfrar Bjarkar hafa ávallt skapast af hæfileika hennar til að vera einlæg og dularfull um leið,“ bætir hann við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×