Innlent

Mynd af rektorum HÍ vekur athygli: „Hvar er Valli?“

Bjarki Ármannsson skrifar
Rektorar Háskóla Íslands frá upphafi.
Rektorar Háskóla Íslands frá upphafi.
Mynd sem er nú í talsverðri dreifingu á Facebook sýnir alla 28 rektora Háskóla Íslands frá upphafi. Meðal þeirra sem deila myndinni á síðu sinni eru Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og vefritið knúz.is en það sem þykir athyglisvert við myndina er að á henni sést greinilega einsleitt kynjahlutfall rektoranna frá upphafi.

Kristín Ingólfsdóttir, fráfarandi rektor, er sem kunnugt er fyrsti kvenkyns rektorinn í sögu skólans. Þykir mörgum Facebook-notendum nokkuð athyglisvert að sjá henni stillt upp með forverum sínum og vitna margir í þrautabókina Hvar er Valli? í því samhengi.

Staða rektors Háskóla Íslands er mörgum hugleikin þessa dagana enda verður kosið á ný milli þeirra Jóns Atla Benediktssonar og Guðrúnar Nordal á morgun, eftir að engum tókst að ná hreinum meirihluta í rektorskjörinu fyrir viku. Sennilega vilja margir sem deila myndinni hvetja kosningabæra til að kjósa Guðrúnu til þess að rétta örlítið af kynjahlutfallið.


Tengdar fréttir

„Konuspil“ í rektorskjöri?

Nú styttist í seinni umferð í rektorskjöri við Háskóla Íslands. Í framboði eru þau Jón Atli Benediktsson og Guðrún Nordal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×