Myglumál í húsnćđi hjúkrunarfrćđinema

 
Innlent
20:15 10. FEBRÚAR 2016
Til stendur ađ framkvćma frekari mćlingar varđandi mögulega myglu í Eirbergi viđ Eiríksgötu.
Til stendur ađ framkvćma frekari mćlingar varđandi mögulega myglu í Eirbergi viđ Eiríksgötu. VÍSIR/LOFTMYNDIR.IS

Til stendur að framkvæma frekari mælingar varðandi mögulega myglu í Eirbergi, húsnæði hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands við Eiríksgötu. Umtalsverð mygla greindist á tveimur stöðum í húsinu við sýnatöku í október síðastliðnum.

Greint er frá myglumálum í Eirbergi í tölvupósti sem deildarstjóri hjúkrunarfræðideildar sendi nemendum í síðustu viku. Tölvupósturinn var sendur vegna greinarinnar „SOS – Við erum að kafna úr myglu!“ sem birtist á Vísi í aðdraganda kosninga í Stúdentaráð Háskóla Íslands. Þar kemur fram að myglusveppur hafi fundist í húsinu.

„Nemendur eru hættir að nýta sér lesaðstöðuna og farnir að mæta sjaldnar í tíma sökum þessa,“ skrifar Inga María Árnadóttir, varamaður í sviðsráði Heilbrigðisvísindasviðs, í greininni. „Margir kvarta undan síþreytu, einbeitingarleysi og stöðugum veikindum. Eins neitaði einn kennari að kenna framar í þessu húsnæði og því hafa sumir nemendur verið á vergangi.“

„Óútskýrð einkenni“ herjuðu á starfsfólk spítalans
Samkvæmt heimildum Vísis braust út talsverð óánægja meðal hjúkrunarfræðinema eftir að greinin birtist. Voru nemendur margir hverjir ósáttir við að hafa ekki verið látnir vita af því að mygla hefði greinst í Eirbergi.

Í tölvupóstinum til nemenda, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að Landspítalinn hafi látið meta ástandið í vistarverum spítalans í húsinu árið 2014 vegna „óútskýrðra einkenna“ sem höfðu þá herjað á suma starfsmenn spítalans. Greindist þá mygla í vistarverunum, sums staðar mikil, og var ráðist í framkvæmdir síðasta vor til þess að komast fyrir leka sem gæti valdið ástandinu.

Eins og fyrr segir, var það svo í október sem sýnataka var framkvæmd á átján stöðum í Eirbergi þar sem starfsemi hjúkrunarfræðideildar fer fram. Í tölvupóstinum frá deildarstjóra segir að niðurstöður loftsýna hafi á heildina litið verið taldar góðar en á einum stað í kjallara hafi þótt þörf á aðgerðum.

Umtalsverð mygla greindist á tveimur stöðum, undir glugga í stofunni C-201 og í hitakompunni A-003. Þá greindist nokkur mygla í gólfdúk við svalahurð í rými A-106.

„Í síðasta mánuði var settur saman vinnuhópur þar sem í eru þrír fulltrúar hjúkrunarfræðideildar, fulltrúar nemenda og aðilar frá framkvæmda- og tæknisviði Háskóla Íslands sem ætlað  er að vinna að úrbótum í húsnæði deildarinnar er varðar aðbúnað í  kennslustofum, lesrýmum og fleiru,“ segir í póstinum.

„Vinnuhópurinn hefur þegar óskað eftir að framkvæmdar verði frekari mælingar varðandi mögulega myglu, ásamt því að loftgæði almennt í húsinu verði skoðuð, svo sem rakastig og súrefnisinnihald. Myglumál í Eirbergi eru því enn til skoðunar.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Myglumál í húsnćđi hjúkrunarfrćđinema
Fara efst