MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 23:30

„Messi er Barca og Barca er Messi“

SPORT

Mutombo var á flugvellinum í Brussel í gćr

 
Körfubolti
17:15 23. MARS 2016
Mutombo er hér ađ horfa á leik međ Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseta.
Mutombo er hér ađ horfa á leik međ Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseta. VÍSIR/GETTY

Körfuboltagoðsögnin Dikembe Mutombo var á meðal þeirra sem voru í flugstöðinni í Brussel í gær er hryðjuverkaárás var gerð á flugvöllinn.

Mutombo var á meðal þeirra heppnu því hann slapp án nokkurra meiðsla. Hann birti tvær færslur á Facebook til að láta vita af sér.

Að minnsta kosti 34 létust í árásunum á Brussel í gær.

Hinn 49 ára gamli Mutombo var átta sinnum valinn í stjörnulið NBA-deildarinnar á 19 ára ferli og hann er í heiðurshöll körfuboltans.

Hann rekur mikið góðgerðarstarf víða um heim og var í Brussel að athuga með stöðuna á sínum góðgerðarmálum þar.

Mutombo var sofandi þegar árásin var gerð.

„Ég var að leggja mig og svo heyri ég fólk öskra út um allt. Ég skildi ekki hvað var í gangi og hélt í fyrstu að það væri verið að grínast,“ sagði Mutombo.

„Svo sagði einhver kona að allir ættu að hlaupa út. Fólk var blóðugt út um allt. Ég hikaði ekki, greip töskurnar mínar og hljóp út eins hratt og ég gat.“


God is good. I am in Brussels Airport with this craziness. I am fine.

Posted by Dikembe Mutombo on Tuesday, March 22, 2016

Thank you everyone. I am safe here. God is good.

Posted by Dikembe Mutombo on Tuesday, March 22, 2016
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Mutombo var á flugvellinum í Brussel í gćr
Fara efst