Enski boltinn

Mustafi fer í læknisskoðun í dag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mustafi í leik með þýska landsliðinu á EM í Frakklandi fyrr í sumar.
Mustafi í leik með þýska landsliðinu á EM í Frakklandi fyrr í sumar. vísir/getty
Þýski varnarmaðurinn Shkodran Mustafi gengst undir læknisskoðun hjá Arsenal í dag. Þetta herma heimildir Sky í Þýskalandi.

Mustafi hefur verið sterklega orðaður við Arsenal í sumar og nú virðast félagaskiptin loksins ætla að verða að veruleika.

Talið er að Mustafi skrifi undir fimm ára samning við Arsenal sem er aðeins með eitt stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni.

Sjá einnig: Arsenal og Everton bítast um Lucas

Mustafi kemur frá Valencia á Spáni þar sem hann hefur leikið frá 2014. Þar á undan lék hann með ítalska liðinu Sampdoria en hann var einnig á mála hjá Everton á sínum tíma.

Mustafi hefur leikið 12 landsleiki fyrir Þýskaland. Hann varð heimsmeistari með þýska landsliðinu 2014.


Tengdar fréttir

Markalaust hjá Leicester og Arsenal

Leicester og Arsenal gerðu markalaust jafntefli í sjöunda og síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×