Erlent

Múslímar halda Eid al-Fitr-hátíð

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Þessi unga stúlka stillti sér upp fyrir ljósmyndara við bænastund í Sanaa í Jemen í gær. Bænastundin var tileinkuð Eid al-Fitr sem hófst í gær.
Þessi unga stúlka stillti sér upp fyrir ljósmyndara við bænastund í Sanaa í Jemen í gær. Bænastundin var tileinkuð Eid al-Fitr sem hófst í gær. Nordicphotos/AFP
Múslímar um heim allan halda nú hátíðlega Eid al-Fitr en hátíðin markar endalok ramadan, árlegs föstumánaðar. Á meðan á ramadan stendur má hvorki neyta matar, drykkjar eða stunda kynlíf eftir að sólin kemur upp og þar til hún sest á kvöldin.

Hefð er fyrir því að nýta þennan tíma til þess að fyrirgefa og útkljá deilur við vini og ættingja. Auk þess er tímamótunum fagnað með bænastundum, fjölskyldumótum, veislum, gjöfum og sælgæti. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×