Sport

Murray fyrsti Bretinn sem nær toppsæti heimslistans í tennis

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Murray í París um helgina.
Murray í París um helgina. Vísir/getty
Breski tenniskappinn Andy Murray komst í dag í fyrsta skiptið á ferlinum í efsta sæti styrkleikalistans í tennis en með því komst hann upp fyrir Novak Djokovic.

Murray þurfti á sigri að halda gegn Milos Raonic í undanúrslitum meistaramótsins í París en Raonic gat ekki leikið vegna meiðsla.

Djokovic sem féll úr leik í gær gegn Marin Cilic missir því toppsætið til Murray sem leikur til úrslita gegn John Isner.

Er þetta í fyrsta skiptið frá árinu 2014 sem Djokovic verður ekki í efsta sæti heimslistans en Murray verður sá fyrsti frá Bretlandseyjum sem nær efsta sæti heimslistans í tennis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×