Viðskipti erlent

Murdoch tekinn við sem framkvæmdastjóri Fox

Samúel Karl Ólason skrifar
Rupert Murdoch.
Rupert Murdoch. Vísir/EPA
Yfirmaður Fox NewsRoger Ailes, hefur sagt af sér og Rupert Murdoch eigandi fjölmiðlaveldisins sem á Fox hefur tekið við. Ailes hefur verið sakaður um kynferðislegt áreiti af Gretchen Carlson, fyrrverandi þáttastjórnanda Fox.

Carlson segir að henni hafi verið sagt upp störfum eftir að hafa hafnað Ailes þegar hann reyndi við hana. Ailes hefur neitað ásökunum. New York magazine sagði á dögunum frá því að hann hefði einnig reynt að slá sér upp með Megyn Kelly fyrir um tíu árum. Hann hefur einnig neitað því.

Rupert Murdoch, sem er 85 ára gamall hefur tekið við sem yfirmaður Fox News Channel og Fox Business Network. Þá er hann einnig formaður stjórnar Fox.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×