Enski boltinn

Munum spila eins og við getum best

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Manuel Pellegrini er í smá krísu með City-liðið.
Manuel Pellegrini er í smá krísu með City-liðið. Vísir/Getty
Manchester City tekur á móti Manchester United á sunnudaginn í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. City hefur átt erfitt uppdráttar undanfarnar viku og aðeins unnið tvo af síðustu sex leikjum sínum í öllum keppnum, en Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri liðsins, er viss um að borgarslagurinn muni laða fram það besta hjá sínum mönnum.

„Liðið veit nákvæmlega hvað það getur og ég er viss um að við munum spila okkar besta leik á sunnudaginn,“ sagði Sílemaðurinn á blaðamannafundi á föstudaginn.

Eftir 2-0 tap fyrir Newcastle í deildabikarnum á miðvikudaginn sagði Pellegrini að lið sitt skorti sjálfstraust.

„Ég var bara að tala um að við erum ekki að spila okkar besta leik. Við þurfum að spila hraðar en við höfum gert í síðustu leikjum gegn West Ham og Newcastle.“

Manchester United hefur gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum eftir að hafa loks unnið tvo deildarleiki í röð undir stjórn Louis van Gaal. Tapi liðið á sunnudaginn verður það komið í erfiðari stöðu í baráttunni um Meistaradeildarsæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×