Innlent

Munu fylgja ráðgjöf í þaula

Svavar Hávarðsson skrifar
Gunnar Bragi Sveinsson
Gunnar Bragi Sveinsson
Tillögum Hafrannsóknastofnunar um ráðlagðan heildarafla í öllum tegundum er fylgt í þaula eins og undanfarin ár. Þetta er ákvörðun Gunnars Braga Sveinssonar sjávarútvegsráðherra eftir samráð í ríkisstjórn.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Gunnar Bragi ítrekaði nauðsyn þess að stórauka fjármagn til hafrannsókna, þar sem ráðgjöf er að margra mati viss vonbrigði miðað við væntingar, eins og ráðherra tekur fram.

Svara verði lykilspurningum um til dæmis hvers vegna nokkrir árgangar þorsksins eru að léttast, en kvótinn í þorski var aðeins aukinn um 5.000 tonn – í 244.000 tonn. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. júní 2016


Tengdar fréttir

Vona að langveikur drengur komist heim sem fyrst

Björgvin Unnar hefur búið á spítala alla ævi. Bærinn segir heimaþjónustu stranda á ríkinu. Sveitarfélögum beri ekki skylda til að veita jafn umfangsmikla þjónustu. Vonast er til að hann verði heill heilsu eftir tvö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×