Viðskipti innlent

Munu ekki leyfa öðru Icesave-dæmi að verða til

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. vísir/gva
„Við munum ekki leyfa bönkum að safna erlendum innistæðum án eftirlits. Við munum ekki leyfa nýju Icesave dæmi að verða til,“ sagði Bjarni Benediktsson á fundi VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka, í Hörpu í dag. Þar er rætt um hvernig efnahagsumhverfið á Íslandi verður eftir að fjármagnshöftum verður lyft.

Hann sagði að það yrðu þó önnur mál sem þyrfti að fást við. Menn þyrftu að átta sig á því hvernig ætti að „fínstilla peningamálastefnuna“ og hvernig ætti að viðhalda þeim efnahagslega stöðugleika sem hefði náðst.

Bjarni sagði að efnahagslegar aðstæður ti lþess að lyfta höftum væru góðar. Það væri lág verðbólga á Íslandi og ekki margt sem ógnaði stöðugleika, álverð væri að hækka og viðskiptaskilmálar að verða betri. Hér væri aukin fjárfesting, svo sem í gagnaverum og sjávarútvegurinn sífellt að verða betri. Atvinnuleysi væri að minnka og fá ríki sem hefðu minna atvinnuleysi en Ísland.

Bjarni minnti á að ríkisstjórnin hefði ráðið til sín fjölda sérfræðinga, íslenska og erlenda, til að fást við afnám hafta og fjöldi fólks sem ynni að verkefninu hefði aldrei verið meiri. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×