Handbolti

Munaði minnstu að skúringakonan varði skot | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Næstum því skráð varið skot.
Næstum því skráð varið skot. mynd/skjáskot
HC Vardar frá Makedóníu komst í gærkvöldi í undanúrslit Meistaradeildarinnar í handbolta og verður í Köln þegar úrslitahelgin fer fram í maí. Svo langt hefur liðið aldrei komist í sögu þess.

Makedónska liðið vann átta marka sigur á Flensburg, 35-37, á heimavelli sínum í Skopje en fyrri leikinn vann Vardar í Þýskalandi með tveimur mörkum, 26-24. Vardar tók því einvígið með tíu mörkum, 61-51.

Minnstu munaði í leiknum að eitt allra fyndnasta atvik handboltasögunnar átti sér stað þegar stúlka sem starfaði við að skúra svita af gólfinu varði næstum því skot.

Daniil Shiskarev, leikmaður Vardar, komst inn í sendingu Flensborgara um miðjan seinni hálfleikinn og kastaði boltanum yfir allan völlinn þar sem enginn var í marki Þjóðverjanna.

Stúlkan hafði verið að skúra teiginn hjá Flensborg og var ekki komin af velli þegar þetta óvænta skot kom á markið. Sem betur fer fyrir hana náði hún að koma sér hjá því að verja skotið.

Þetta skondna atvik má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×