Körfubolti

Mun síðasti maður læsa í Þorlákshöfn? | Allir á leið í Höllina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmenn Þórsliðsins.
Stuðningsmenn Þórsliðsins. Vísir/Ernir
Þór úr Þorlákshöfn mætir KR í úrslitaleik Poweradebikars karla í körfubolta í Laugardalshöllinni á laugardaginn kemur og auðvitað er mikil eftirvænting í bænum enda fyrsti bikarúrslitaleikur félagsins.

Það má búast við mjög góðri mætingu á leikinn úr Þorlákshöfn enda vill örugglega enginn bæjarbúa missa af þessari sögulegu stund.

Íþróttamiðstöðin ætlar sem dæmi að loka snemma á laugardaginn og skýringin er einföld:  „Leikurinn fer fram í Laugardalshöll kl. 16:30. Af þeim sökum mun Íþróttamiðstöðin loka kl. 14:30 því að við ætlum öll á völlinn," segir í frétt á hafnarfrettir.is.

Nágrannar Þorlákshafnarbúa úr Hveragerði hafa tvisvar sinnum komist í Laugardalshöllina (2001 og 2007) og settu þá mikinn svip á stúkuna.

Græni liturinn verður örugglega áberandi í Höllinni og þá er pottþétt að Græni drekinn muni halda upp í stemmningunni meðal síns fólks.  

Þetta verður þó ekki fyrsti úrslitaleikur Þórsliðsins á tímabilinu því Þór tapaði fyrir Stjörnunni í úrslitaleik Lengjubikars karla í byrjun október en sá leikur fór fram í Iðu á Selfossi.

Þór hefur líka spilað til úrslita á Íslandsmótinu en liðið tapaði 3-1 fyrir Grindavík í lokaúrslitum árið 2012.

Þórsliðið er hinsvegar í fyrsta sinn í Laugardalshöllinni og mætir þar Íslandsmeisturum KR.

Tryggjum okkur miða á bikarúrslitin :) og grænan bolKörfuknattleikslið Þórs markaði spor í sögu félagsins og bæjarins...

Posted by Þór Þorlákshöfn on 3. febrúar 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×