Viðskipti innlent

Mun minni uppsjávarveiði í mars

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Óskar
Fiskafli íslenskra skipa dróst saman í mars um 14,9 prósent á föstu verði, miðað við mars í fyrra. Í tonnum talið dróst aflinn saman um 53,6 prósent og þar hefur samdráttur í loðnuafla mikið að segja.

Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Botnfiskafli jókst í mánuðinum um tíu prósent. Uppsjávarafli var þó mun minni þrátt fyrir hlutfallslega aukningu í síldveiði og veiði á kolmuna. Magnvísitalan tekur þó mið af verðhlutföllum milli fisktegunda. Botnfiskaflinn er verðmætari en uppsjávaraflinn og samdráttur í föstu verði því mun lægri í prósentum talið en í tölum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×