Lífið

Mun líklegast alltaf líða eins og unglingi

Sóley Kristjánsdóttir
Sóley Kristjánsdóttir Brynjar Snær
Sóley Kristjánsdóttir, vörumerkjastjóri Ölgerðarinnar og plötusnúður svaraði 10 spurningum fyrir Lífið.

1. Þegar ég var ung lá mér mikið á að verða fullorðin



2. En núna er ég fullorðin en mun líklegast alltaf líða eins og unglingi



3. Ég mun eflaust aldrei skilja fólk sem hendir rusli á göturnar.



4. Ég hef ekki sérstakan áhuga á íþróttum og á sérlega erfitt með að halda athygli yfir fótbolta og golfi.



5. Karlmenn eru stundum eins og allt önnur tegund



6. Ég hef lært að maður á alls ekki að vanmeta Ísland og hvað það er auðvelt að rækta hér grænmeti og kryddjurtir.



7. Ég fæ samviskubit þegar það líður of langt á milli þess að fara í bústaðinn eða út á land. Það er svo gott að komast út úr bænum og endurhlaða sig.



8. Ég slekk á sjónvarpinu þegar ég er ein heima.



9. Um þessar mundir er ég mjög upptekin af því að njóta þess að gera handavinnu. Mér finnst veturinn svo kósý og það er gaman að prjóna, hekla og gera krosssaum og mér fer hratt fram með æfingunni. Svo finnst mér heimagerðir hlutir svo spennandi.



10. Ég vildi óska þess að fleiri vissu af nauðsyn þess að fara betur með þessa blessuðu jörð. Það á eiginlega við um allt sem mannskepnan kemur nálægt. Það er ótrúlegt hvað okkur tekst að taka meira en við skilum til baka og hvað okkur tekst að skila miklu rusli og gera óafturkræfa hluti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×