Erlent

Mun færri fylgdust með ræðu Trump í gær en ræðu Obama 2009

atli ísleifsson skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti í ræðustól í gær.
Donald Trump Bandaríkjaforseti í ræðustól í gær. Vísir/AFP
Mun færri fylgdust með fyrstu ræðu Donald Trump Bandaríkjaforseta á Bandaríkjaþingi í gær en fyrstu ræðu Barack Obama á þingi eftir að hann tók við embætti 2009.

Í frétt Fortune segir að um 43 milljónir manna hafi fylgst með ræðu Trump í gær. Samkvæmt rannsóknum fyrirtækisins Nielsen fylgdust hins vegar 52,4 milljónir með ræðu Obama árið 2009, eða 17 prósent fleiri en Trump.

Aldrei fylgdust fleiri með ræðu Obama á Bandaríkjaþingi en einmitt 2009.

Fortune segir frá því að flestir hafi fylgst með ræðu Trump á Fox News, eða 10,8 milljónir manna, en 9,1 milljónir á sjónvarpsstöðinni NBC.


Tengdar fréttir

Nýr tónn í Trump

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt sína fyrstu ræðu fyrir framan báðar deildir þingsins í nótt og talaði um kaflaskil í sögu þjóðarinnar.

Trump vill setja 108 þúsund milljarða í uppbyggingu innviða

Repúblikanar á Bandaríkjaþingi fögnuðu Donald Trump innilega þegar hann flutti fyrstu stefnuræðu sína á þinginu í gærkvöldi. Þar lofaði hann að auka útgjöld til hernaðarmála um tæplega sex þúsund milljarða íslenskra króna og til uppbyggingar innviða samfélagsins um 108 þúsund milljarða króna.

Trump efast um tilvist heimildarmanna

Bandaríkjaforseti segir fjölmiðla skálda fréttir sem komi sér illa fyrir hann. Þá gefur hann sér einkunnina C fyrir það hversu vel skilaboð hans komast til skila. Hins vegar fær hann A fyrir vinnusemi og A+ fyrir árangur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×