Lífið

Mun eflaust aldrei fá sér tattú

FÓLK Álfrún Helga Örnólfsdóttir leikkona talar um tísku
FÓLK Álfrún Helga Örnólfsdóttir leikkona talar um tísku
Álfrún Helga Örnólfsdóttir leikkona svarar tíu spurningum Lífsins.

1. Þegar ég var ung lifði ég á mjólkurvörum.

2. En núna veit ég að ég er með mjólkuróþol.

3. Ég mun eflaust aldrei fá mér tattú.

4. Ég hef engan sérstakan áhuga á að pirra mig á stjórnmálamönnum en stundum ræð ég bara ekki við mig.

5. Karlmenn eru ekki kvenmenn en geta samt skipt um kyn ef þeir vilja.

6. Ég hef lært að lífið er sífellt að koma manni á óvart og maður þarf ekki alltaf að leitast við að lenda í ævintýrum, það bara gerist.

7. Ég fæ samviskubit oft á dag því ég hef alltof sterka ábyrgðartilfinningu.

8. Ég slekk á sjónvarpinu þegar barnatíminn er búinn, þegar fréttirnar eru búnar, þegar skandinavíski glæpaþátturinn klárast.

9. Um þessar mundir er ég að leika í dansleikhúsverkinu mínu KAMELJÓNI í Tjarnarbíói þar sem ég skoða hvað mótar egóið og sný sjálfri mér á alla kanta.

10. Ég vildi óska þess að það væri meiri áhugi á menningarlegum verðmætum í þessum peningadrifna heimi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×