Lífið

Mummi Messi flaug áfram í Ísland Got Talent

Stefán Árni Pálsson skrifar
Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Reynir Gunnarsson flaug áfram í næstu umferð í Ísland got Talent en fyrsti þátturinn var á dagskrá á Stöð 2 í gærkvöldi.

„Þetta er ágætis tækifæri til að koma sér á framfæri og svo þekki ég Öldu Dís og hún vann þetta í fyrr, þannig að ég ákvað bara að slá til líka,“ segir Guðmundur sem leikur knattspyrnu með Víkingi Ólafsvík og er uppalinn KR-ingur. Hann hefur í gegnum tíðina verið kallaður Mummi Messi af stuðningsmönnum KR.

En hvað ætlar Guðmundur eða Mummi eins og hann er kallaður að gera við tíu milljónirnar ef hann vinnur keppnina?

„Ég ætla þá að eyða peningunum að einhverju leyti í tónlistina og svo bara leggja inn á banka til að eiga eitthvað fyrir dóttir mína.“

Mummi tók einskonar syrpu í þættinum í gær en þar blandaði hann saman sína eigin útgáfu af þremur lögum. Hann gerði þetta listilega og flaug áfram í næstu umferð en atriði má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×