Innlent

Mummi ekki lengur í Götusmiðjunni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Mummi hefur yfirleitt verið kenndur við Götusmiðjuna.
Mummi hefur yfirleitt verið kenndur við Götusmiðjuna. Vísir/Vilhelm
Guðmundur Týr Þórarinsson, sem oftar en ekki er kallaður Mummi, hefur látið af störfum hjá Götusmiðjunni.

Frá þessu greinir hann á Facebook í kvöld. Í færslu sem hann skrifar þar á sjöunda tímanum segir Mummi að hann kveðji „völlinn sáttur“ og að hann hafi afhent keflið til þess fagfólks sem starfar í Götusmiðjunni.

Götusmiðan hóf starfsemi sína aftur í byrjun október 2014 en þá hafði hún verið lokuð frá því í júnímánuði 2010 að kröfu barnaverndaryfirvalda. Afar stór orð voru látin falla og var málið umdeilt en Guðmundur var meðal annars sakaður um hótanir í garð ungmennanna. Ásökununum hefur hann ávallt vísað á bug.

Sjá einnig: Bragi sýknaður í meiðyrðamáli Mumma í Götusmiðjunni

Nafn Götusmiðjunnar hefur lengi verið samtvinnað nafni Mumma en miðstöðin sérhæfir sig í úrræðum fyrir ungmenni í vímuefnaneyslu.

Nú segir Guðmundur hins vegar að komið sé að ákveðnum tímamótum á hans starfsferli en hann hefur starfað með ungmennum í vanda í rúmlega tuttugu ár.

„Hefur Götusmiðjan notið þeirra forréttinda að sjá nokkur hundruð þeirra ná tökum á lífi sínu í kjölfarið af dvöl sinni þar. Sú upplifun og von hefur alltaf verið drifkrafturinn að baki mér persónulega í gegnum árin,“ segir Mummi og bætir við:

„Ég kveð nú völlinn sáttur og mun ætíð ylja mér við tilhugsunina um ykkur öll sem komuð heilli út og eigið betra líf vegna starfsemi Götusmiðjunnar, þið gerið þetta allt þess virði.“


Tengdar fréttir

Bragi sýknaður í meiðyrðamáli Mumma í Götusmiðjunni

Héraðsdómur taldi átta ummæli Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, um rekstur Götuheimilsins og framkomu forstöðumanns þess, Guðmundar Týs Þórarinssonar, ekki brjóta í bága við tjáningarfrelsi.

Götusmiðjan opnar aftur á ný

"Við erum eina vestræna borgin sem rekum ekki neyðarúrræði fyrir unglinga á götunni. Það er ekki til. Það er blóðugt að samfélagið bjóði ekki upp á stað þar sem þessir krakkar geta komið saman,“ segir Guðmundur Týr Þórarinsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×