Erlent

Mukwege hlaut mannréttindaverðlaun Evrópuþingsins

Denis Mukwege er hér ásamt bandaríska leikaranum Ben Affleck þegar hann hlaut önnur verðlaun fyrr á þessu ári.
Denis Mukwege er hér ásamt bandaríska leikaranum Ben Affleck þegar hann hlaut önnur verðlaun fyrr á þessu ári. visir/ap
Denis Mukwege, læknir frá Kongó, hlaut mannréttindaverðlaun Evrópuþingsins að þessu sinni en verðlaunin kallast Sakharov-verlaunin.

Mukwege fékk verðlaunin fyrir starf sitt í heimalandinu en hann hefur aðstoðað fórnarlömb nauðgana.

Mukwege, sem er 59 ára, stofnaði Panzi-sjúkrahúsið í Bukavu í Kongó árið 1998 en fjöldi kvenna hefur fengið aðhlynningu á sjúkrahúsinu á gegnum tíðina. 

Mukwege hefur ítrekað verið orðaður við friðarverðlaun Nóbels.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×