Innlent

MS tapar 300 milljónum

Sveinn Arnarsson skrifar
Egill Sigurðsson, formaður stjórnar MS
Egill Sigurðsson, formaður stjórnar MS
Mjólkursamsalan tapaði um 300 milljónum á síðasta rekstrarári en vonir standa til að reksturinn batni á þessu ári. „Til þess þarf að selja meira,“ segir Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Auðhumlu, aðaleiganda MS.

„Við eigum eftir að skoða þetta nákvæmlega en svo virðist sem tapið á síðasta rekstrarári verði um 250 til 300 milljónir,“ segir Egill. Mjólkursamsalan ehf. er rekstrarfélag sem annast framleiðslu, vöruþróun, markaðssetningu og dreifingu á mjólkurafurðum. Að fyrirtækinu standa Auðhumla og Kaupfélag Skagfirðinga. Auðhumla á um 90% hlut í MS. Auðhumla er félag í eigu tæplega 700 mjólkurframleiðenda.

Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir tap fyrirtækisins mjög lítið hlutfall af veltu fyrirtækisins. Velta MS sé tæpir 25 milljarðar á ári.

„Þetta tap er afleiðing þess að ákvörðun var tekin um að borga fullt verð fyrir mjólk frá framleiðendum. Ekki er hægt að selja allt prótín og því er það selt á hrakvirði til útlanda. Einnig skýrir misræmi verðs milli mjólkurfitu og mjólkur­prótíns á innanlandsmarkaði þetta tap,“ segir Baldur Helgi.

Ari Edwald var ráðinn forstjóri Mjólkursamsölunnar og hóf hann störf um mitt síðasta ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×