Innlent

MR í úrslit Gettu betur

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
MR-ingar voru að vonum ánægðir að lokinni keppni í kvöld.
MR-ingar voru að vonum ánægðir að lokinni keppni í kvöld.
Menntaskólinn í Reykjavík komst í kvöld í úrslit spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur. MR hafði betur gegn Menntaskólanum í Hamrahlíð með 31 stigi gegn 25. MH vann keppnina í fyrra og því er ljóst að nýr sigurvegari verður krýndur í ár.

Í næstu viku kemur í ljós hvort það verður lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ eða lið Fjölbrautaskóla Vesturlands sem mætir MR í úrslitum. 


Tengdar fréttir

FVA í fyrsta sinn í undanúrslit

FVA, Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi, bar sigur úr býtum, 24-23, gegn Flensborgarskólanum, í Gettu betur í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×