Enski boltinn

Moyes hugsanlega að ráða Gary Neville sem aðstoðarmann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nú greina erlendir miðlar frá því að David Moyes ætli sér að ráða Gary Neville sem aðstoðarmann hjá Sunderland.

Moyes var ráðinn stjóri liðsins í vikunni eftir að Sam Allardyce, fyrrum stjóri Sunderland, tók við enska landsliðinu.

Neville hefur verið í þjálfarateymi Roy Hodgson sem hætti með enska landsliðið í sumar eftir að Ísland skaut Englendingum út úr Evrópumótinu í 16-liða úrslitunum.

Þjálfaraferill Gary Neville fór ekki vel af stað en hann var rekinn sem stjóri Valencia í vetur en það gekk ekkert upp hjá Valencia undir hans stjórn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×