Enski boltinn

Moyes: Þurfum að sameinast

Dagur Lárusson skrifar
Moyes eftir leikinn í dag.
Moyes eftir leikinn í dag. vísir/getty
David Moyes, stjóri West Ham, kallaði eftir því að stuðninsmenn félagins og allir innan félagsins standi saman á þessum erfiðu tímum sem liðið er að ganga í gegnum.

David Moyes tapaði sínum fyrsta leik sem stjóri með liðið gegn Watford í dag en ekki mátti sjá mikinn mun á liðinu undir hans stjórn og undir Bilic.

„Við þurfum að sameinast sem félag. Ég sagði við leikmennina að það er erfitt að spila þegar stuðningsmennirnir eru svona. Eitt mark getur skipt svo miklu máli.“

„Betra liðið vann leikinn, ég get ekki sagt neitt annað, en við fengum þó okkar tækifæri til þess að breyta útkomunni en við nýttum þau ekki.“

„Mikilvægast í leiknum í dag var að vera inn í leiknum og við vorum það þangað til þeir skoruðu sitt annað mark.“

West Ham er fjórða liðið sem Moyes stýrir í ensku úrvalsdeildinni en það vakti ekki mikla hrifningu stuðningsmanna þegar hann var ráðinn.


Tengdar fréttir

Tap í fyrsta leik Moyes

Watford tók á móti West Ham í eina leik dagsins í ensku úrvaldsdeildinni en þetta var fyrsti leikur David Moyes með West Ham.

Moyes: Hættur að tala um fortíðina

David Moyes, nýr stjóri West Ham, vill að allir hætti að einblína á fortíð hans sem stjóri annara liða en mikið hefur verið rætt um Moyes á síðustu vikum og hvort hann hafi verið rétti stjórinn fyrir West Ham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×