Fótbolti

Moyes: Phil Neville getur orðið þjálfari enska landsliðsins

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tekur Neville við af Hodgson? Það er hæpið.
Tekur Neville við af Hodgson? Það er hæpið. vísir/getty
David Moyes, þjálfari spænska liðsins Real Sociedad og fyrrverandi stjóri Everton og Manchester United, telur að Phil Neville geti í framtíðinni orðið þjálfari enska landsliðsins í fótbolta.

Moyes þjálfaði Phil Neville í átta ár hjá Everton og gerði hann að fyrirliða liðsins, en Neville lagði skóna á hilluna árið 2013.

Moyes tók hann svo með sér á Old Trafford sem þjálfara þegar Skotinn var ráðinn knattspyrnustjóri Manchester United.

David Moyes var rekinn frá Manchester United en fékk í fyrra annað þjálfarastarf og það á Spáni þegar Real Sociedad sóttist eftir kröftum hans.

Neville fylgdi honum ekki þangað heldur fékk Neville aðstoðarþjálfarstöðuna hjá Valencia þar sem hann starfar í dag.

„Phil Neville gæti einn daginn orðið þjálfari enska landsliðsins,“ segir Moyes í viðtali við The Telegraph.

„Ég þekki hann mjög vel. Hann var frábær fyrirliði og mikill leiðtogi. Hann er líka þrautreyndur.“

„Þegar hann hætti að spila kom hann aftur til Manchester United og tók sér svo frí og vann í fjölmiðlum. Þar sá hann hvernig fjölmiðlaumhverfið virkar sem er mikilvægt. Hann er klár, ákveðinn og góður þjálfari,“ segir David Moyes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×