Enski boltinn

Mourino: Hazard var betri en Ronaldo

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eden Hazard var frábær á síðustu leiktíð.
Eden Hazard var frábær á síðustu leiktíð. vísir/getty
Belgíski landsliðsmaðurinn Eden Hazard, sem var besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, átti betri leiktíð en Cristiano Ronaldo að mati knattspyrnustjóra Chelsea, José Mourinho.

Mourinho ræddi við fréttamenn í gær fyrir leik liðsins gegn Barcelona í International Champions Cup og var þar spurður hvort Eden Hazard væri betri en Real Madrid-maðurinn Cristiano Ronaldo.

„Á síðustu leiktíð, já. Þrátt fyrir að Ronaldo hafi verið frábær. Hann var alveg magnaður og skoraði ótrúlegan fjölda marka,“ svaraði Mourinho.

„Ég er ekki að segja að Ronaldo var ekki magnaður. Ég er bara að segja, að það er mín persónulega skoðun, að allir leikmenn í heiminum verða að átta sig á því að liðið er í fyrsta sæti.“

Hazard, sem gekk í raðir Chelsea 2012, skoraði 20 mörk í öllum keppnum á síðustu leiktíð og var kjörinn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar af leikmönnum og blaðamönnum.

Beðinn um að bera Hazard saman við Lionel Messi og Ronaldo sagði Mourinho: „Auðvitað fer það eftir því hvernig leiktíð þeir eiga. Þeir verða að vinna einhverja titla, ekki satt? Fótbolti án titla er ekki neitt. Messi vann þrennuna.“

„Messi vann þrjár keppnir á síðustu leiktíð og komst í úrslitaleik Suður-Ameríkukeppninnar. Hann var frábær á síðustu leiktíð og gerði mikið fyrir sitt lið. Ég gef ekki mikið fyrir það þegar leikmenn eða knattspyrnustjórar vinna einstaklingsverðlaun án liðsins,“ segir José Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×