Enski boltinn

Mourinho vongóður um að halda Cech

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Thibaut Courtois í leiknum gegn Burnley.
Thibaut Courtois í leiknum gegn Burnley. Vísir/Getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, vonast til þess að tékkneski markvörðurinn Petr Cech muni ekki fara frá félaginu þrátt fyrir að hafa misst byrjunarliðssæti sitt til Thibaut Courtois.

Eftir að hafa verið í markinu hjá Chelsea í tíu ár settist Cech á bekkinn í gær eftir að Mourinho ákvað að treysta á Courtois. Staðfesti Mourinho í viðtölum eftir leik að belgíski markvörðurinn væri nú orðinn markvörður liðsins.

Mourinho vonast til þess að Cech sé tilbúinn að berjast fyrir sæti sínu í liðinu en hann hefur verið orðaður við Monaco, PSG og Real Madrid undanfarnar vikur.

„Hann var vonsvikinn en svona er boltinn, þjálfarar þurfa að taka þessar ákvarðanir og leikmennirnir að lifa með því. Ég vonast eftir því að hann vilji vera áfram þar sem það væri frábært að vera með tvo bestu markmenn heimsins í mínu liði,“ sagði Mourinho sem líkti valinu sínu í gær við stundina þegar hann setti Cech í liðið fyrir tíu árum síðan.

„Ég þurfti að taka svipaða ákvörðun fyrir tíu árum. Carlo Cudicini hafði verið frábær hjá Chelsea en ég var með 22 ára markmann sem ég vissi að yrði aðalmarkvörður Chelsea í langan tíma rétt eins og í gær,“ sagði Mourinho.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×