Enski boltinn

Mourinho vill losna við Schweinsteiger og átta til viðbótar

Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Bastian Schweinsteiger.
Bastian Schweinsteiger. vísir/getty
José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, ætlar ekki bara að kaupa þetta sumarið heldur vill hann losna vill níu leikmenn úr hópnum áður en nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni hefst 13. ágúst.

Enska blaðið Daily Mail greinir frá því í dag að Mourinho sé búinn að segja níu leikmönnum að þeir megi fara að líta í kringum sig og finna sér nýtt lið því þeir eru ekki hluti af framtíðaráformum Manchester United.

Einn þessara leikmanna er þýski landsliðsmaðurinn Bastian Schweinsteiger sem Louis van Gaal fékk til United frá Bayern München fyrir síðustu leiktíð. Þjóðverjinn átti ekkert sérstakt tímabil á Old Trafford og var svolítið mikið meiddur.

José Mourinho er búinn að kaupa þrjá leikmenn í sumar; miðvörðinn Eric Bailly frá Villareal, Zlatan frá PSG og Henrikh Mkhitariyan frá Dortmund og þá virðist Paul Pogba vera á leiðinni frá Juventus.

Victor Valdés er eini leikmaðurinn sem er farinn frá United frá síðustu leiktíð en hann gekk í raðir nýliða Middlesbrough.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×