Enski boltinn

Mourinho vill að aðrir þjálfarar fái sömu meðferð

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mourinho á leið upp í stúku eftir að hafa fengið reisupassann fyrir viku.
Mourinho á leið upp í stúku eftir að hafa fengið reisupassann fyrir viku. Vísir/getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur fengið nóg af boðum og bönnum enska knattspyrnusambandsins eftir að hann tók út leikbann í leik Manchester United og West Ham í deildarbikarnum á miðvikudaginn.

Sá portúgalski hefur oft ratað í fjölmiðla fyrir hegðun sína á hliðarlínunni ásamt ummælum sínum um dómara eftir leiki en hann var á dögunum dæmdur í bann í annað skiptið á árinu.

Var hann í þetta skiptið dæmdur fyrir að sparka í vatnsflösku í jafntefli liðsins gegn West Ham síðasta sunnudag en hann var ósáttur með spjald sem Paul Pogba fékk fyrir leikaraskap.

„Ég væri til í að það myndu sömu reglur ganga um alla knattspyrnustjórana í deildinni. Ég sparkaði í vatnsflösku og er rekinn upp í stúku. Ég samþykkti þetta leikbann sem afleiðingu brottvísunarinnar en takið eftir því að ég sagði ekki orð þegar dómarinn kom,“ sagði Mourinho.

„Það eina sem ég kalla eftir að refsingin verði sú sama þegar aðrir þjálfarar verða sendir upp í stúku,“ sagði sá portúgalski.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×