Enski boltinn

Mourinho: Verðum að spila eins og karlmenn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jose Mourinho.
Jose Mourinho. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, hefur skorað á leikmenn sína að rísa upp og sýna í leiknum gegn Man. City að þeir séu alvöru karlmenn.

Manchester-liðin mætast í enska deildabikarnum annað kvöld og United hefur mikið að sanna eftir að hafa verið niðurlægt, 4-0, gegn Chelsea um nýliðna helgi.

„Ég myndi helst vilja að næsti leikur okkar væri í deildinni. Okkur líður illa eftir tapið og viljum rétta okkar hlut þar,“ sagði Mourinho.

„Við höfum verið að spila mjög erfiða leiki og nú þurfum við að fara að vinna leiki í deildinni. Ég er ekki að segja að leikirnir fram undan séu auðveldur en við eigum leiki gegn Burnley, Swansea, West Ham, Sunderland og Middlesbrough. Leikir sem við þurfum að vinna.

„Efstu 4-5 liðin þurfa nú að spila innbyrðis eins og við höfum verið að gera. Þau munu tapa stigum eins og við. Því er tækifæri fyrir okkur til þess að sækja á. Við erum miður okkar yfir Chelsea-leiknum en þetta er ekki fyrir börn heldur karlmenn. Við verðum að vera eins og menn og hafa fyrir sigrinum á morgun.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×