Enski boltinn

Mourinho: Verð að hrósa Mike Dean og Mike Riley

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var stuttyrtur og óánægður eftir 1-2 tap gegn Sunderland í dag.

„Ég get ekki sakast við leikmennina mína, þeir reyndu allt sem þeir gátu og gáfu allt í þennan leik. Ég vill einnig óska Sunderland til hamingju með sigurinn. Þeir nældu í þrjú mikilvæg stig sem eiga eftir að skipta máli, það skiptir ekki máli hvernig þú nærð í þau heldur hversu mörg þú nælir í,“

Mourinho hrósaði dómara leiksins, Mike Dean, kaldhæðnislega eftir leikinn.

„Hann var alveg hreint út sagt frábær í dag og þegar dómarar eiga alveg frábæran dag ætti að verðlauna þá. Hann kom með það í huga að skila frábærri frammistöðu og hann stóð við það. Ég verð einnig að hrósa Mike Riley fyrir frábæra niðurröðun dómara. Þeir hafa dæmt vel undanfarna mánuði, sérstaklega fyrir liðin sem eru að berjast í titilbaráttunni,“ sagði Mourinho.

Fabio Borini, hetja Sunderland var ánægður í viðtali eftir leikinn.

„Það þarf sjálfstraust til að standa þarna og taka vítaspyrnur. Þetta voru þrjú frábær stig sem við fengum hérna í dag gegn Chelsea sem er í baráttu um titilinn. Við sýndum hér í dag að það býr mikill karakter í þessu liði og við trúum að við getum haldið sæti okkar í deildinni,“ sagði Borini sem lék á árum áður með Chelsea.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×