Enski boltinn

Mourinho var að rífast og missti af sigurmarkinu | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho.
Jose Mourinho. Vísir/Getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, sá sína menn tryggja sér sæti í úrslitaleik enska deildabikarsins í gærkvöldi eftir sigur í seinni undanúrslitaleiknum á móti Liverpool.

Serbinn Branislav Ivanovic skoraði sigurmarkið í leiknum á fjórðu mínútu í framlengingu en fyrri leikurinn endaði með 1-1 jafntefli á Anfield.

Jose Mourinho var í miðju samtali við fjórða dómarann Paul Dowd þegar Branislav Ivanovic skallaði boltann í markið eftir aukaspyrnu og það var frekar fyndið að fylgjast með portúgalska stjóranum í framhaldinu.

Mourinho, sem missti af markinu vegna fyrrnefnds rifildis, hafði nefnilega engan tíma til að fagna sigurmarkinu hans Ivanovic því hann fór strax aftur að „rífast" við Paul Dowd.

Mourinho er þekktur fyrir að láta dómarana heyra það í leikjum Chelsea en það gerist þó örugglega ekki oft hjá honum að þörfin fyrir að rífast við dómarana sé því yfirsterkari að fagna mikilvægu marki hjá hans mönnum.

Myndaband með markinu og viðbrögðum Jose Mourinho er hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×