Enski boltinn

Mourinho um Rooney: Sagan skiptir engu máli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wayne Rooney hefur verið mikið á bekknum að undanförnu.
Wayne Rooney hefur verið mikið á bekknum að undanförnu. Vísir/Getty
Wayne Rooney hefur ekki verið í byrjunarliði Manchester United síðustu vikurnar og líklega verður engin breyting á því í kvöld þegar liðið mætir Liverpool á Anfield í kvöld.

Rooney á aðeins einn byrjunarliðsleik síðustu fjórar vikurnar en það var gegn Northampton í enska deildabikarnum.

Rooney skoraði sigurmark United í 1-0 sigri liðsins á Liverpool á Anfield á síðustu leiktíð en Mourinho segir að fyrri afrek hafi lítið að segja.

„Leikur er einangraður viðburður og hefur engin tengsl við það sem þú hefur áður afrekað og engin tengsl við afrek framtíðarinnar,“ sagði Mourinho.

„Þess vegna er ég ekki hrifinn af tölfræði um fyrri viðureignir liða og þess háttar málum.“

Mourinho segir að það sé hans verk að velja í liðið og að hann hafi um 24 leikmenn að velja. Rooney, sem einnig hefur misst sæti sitt í enska landsliðinu, hefur átt misjöfnu gengi að fagna síðustu misseri.

„Ég vorkenni Rooney. Undir lok síðasta tímabils var hann að spila aftarlega á miðjunni en síðan var hann orðin nía aftur og svo tía. Hann er örugglega svolítið ringlaður,“ sagði Ryan Giggs, fyrrum samherji hans hjá United, á dögunum.

Mourinho gaf lítið fyrir ummæli Giggs. „Ef Rooney er ringlaður þá er það ekki út af mér. Hann getur spilað hvar sem er. Það er ekkert vandamál.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×