Enski boltinn

Mourinho tekur út leikbann í kvöld

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mourinho verður ekki á bekknum í kvöld þegar Man Utd tekur á móti West Ham í enska deildabikarnum.
Mourinho verður ekki á bekknum í kvöld þegar Man Utd tekur á móti West Ham í enska deildabikarnum. vísir/getty
Enska knattspyrnusambandið hefur sett José Mourinho, knattspyrnustjóra Manchester United, í eins leiks bann vegna brottvísunar hans í leiknum gegn West Ham United á sunnudaginn.

Mourinho reiddist mjög er Paul Pogba fékk að líta gula spjaldið fyrir leikaraskap í fyrri hálfleik og sparkaði í nálægan vatnsbrúsa.

Í kjölfarið sendi Jon Moss, dómari leiksins, Mourinho upp í stúku en þetta var önnur brottvísun hans á tímabilinu. Portúgalinn var einnig rekinn af velli gegn Burnley fyrr í mánuðinum.

Mourinho fékk eins leiks bann, eins og áður sagði, auk þess sem hann þarf að greiða 16.000 pund í sekt. Mourinho hefur því alls greitt 74.000 pund í sektir í vetur, eða tæpa tíu og hálfa milljón íslenskra króna.

Mourinho tekur út leikbannið í kvöld þegar Man Utd tekur á móti West Ham í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins.


Tengdar fréttir

Mourinho rekinn upp í stúku

Jose Mourinho var rekinn upp í stúku af Jonathan Moss dómara í leiknum gegn West Ham sem nú er í gangi í ensku úrvalsdeildinni.

Herrera: Heppnin er ekki með okkur

Byrjun Man. Utd í ensku úrvalsdeildinni í vetur er sú versta í sautján ár. Spánverjinn Ander Herrera segir að lukkan hafi ekki verið í liði með United í vetur.

Schweinsteiger gæti spilað í kvöld

Sky Sports greinir frá því í dag að Bastian Schweinsteiger gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Jose Mourinho, stjóra Man. Utd, í dag.

Mourinho kærður fyrir að sparka í vatnsbrúsa

Enska knattspyrnusambandið hefur kært José Mourinho, knattspyrnustjóra Manchester United, vegna hegðunar hans á hliðarlínunni í leik Man Utd og West Ham á Old Trafford í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×