Fótbolti

Mourinho kennir Sabella um tapið

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Sabella, Lavezzi og Messi eftir leikinn í gær.
Sabella, Lavezzi og Messi eftir leikinn í gær. Vísir/Getty
Ákvörðun Alejandro Sabella að taka Ezequiel Lavezzi af velli í hálfleik í leik Þýskalands og Argentínu í gær kom Jose Mourinho, knattspyrnuþjálfari Chelsea, gríðarlega á óvart.

Jafnræði var í leiknum í fyrri hálfleik og sá Lionel Messi, fyrirliði Argentínu mikið af boltanum í hálfleiknum. Í seinni hálfleik var annað upp á teningunum, Sabella breytti um leikaðferð til að koma Sergio Aguero að og missti Messi taktinn í seinni hálfleik.

„Ég skil ekki afhverju Lavezzi kom ekki út í seinni hálfleikinn. Argentína lokaði vel á leikaðferð Þýskalands í fyrri hálfleik og Messi gat sleppt varnarvinnunni. Fyrir vikið var hann mun öflugari í sóknarleiknum en í seinni hálfleik þurfti hann að hlaupa mun meira og hann missti taktinn,“ sagði Mourinho sem hlífði Messi eftir tapið.

„Hann þarf ekki að vinna Heimsmeistaramótið til þess að skrifa sig í sögubækurnar, hann hefur séð um það undanfarin ár. Það er auðvelt að gagnrýna hann eftir tapleik,“ sagði Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×