Enski boltinn

Mourinho kærður fyrir ummæli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Enska knattspyrnusambandið ákvað í gær að kæra Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, fyrir ummæli sín eftir 3-1 tap liðsins gegn Southampton um helgina.

Segir í kærunni að Mourinho hafi í viðtali eftir í leik gefið í skyn að dómari leiksins hafi verið hliðhollur öðru liðinu.

Robert Madley var dómari leiksin en dæmdi ekki vítaspyrnu þegar Maarten Stekelenburg, markvörður Southampton, virtist hafa brotið á Falcao í teignum.

Eftir leik sagði Mourinho að dómarar væru hræddir að dæma Chelsea í hag. „Þetta var risastórt víti fyrir okkur. Ekki lítið og það var enginn vafi,“ sagði Mourinho.

„Vítið skiptir miklu máli því liðið mitt hrynur þegar eitthvað neikvætt gerist. Liðið tapaði enn meira sjálfstrausti.“

„Ef knattspyrnusambandið vill refsa mér þá geta þeir gert það. Það refsar ekki öðrum knattspyrnustjórum.“

Í gær birti Chelsea yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem stjórn félagsins lýsir yfir fullum stuðninginn við Mourinho, þrátt fyrir slæma stöðu liðsins. Chelsea er í sextánda sæti með átta stig að loknum átta umferðum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×