Enski boltinn

Mourinho: Undanfarnar vikur hafa verið þær erfiðustu á ferlinum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mourinho er ósáttur með uppskeruna undanfarnar vikur.
Mourinho er ósáttur með uppskeruna undanfarnar vikur. Vísir/Getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að undanfarnar vikur hafi verið þær erfiðustu á ferlinum en Chelsea hefur aðeins unnið fjóra leiki af fyrstu tólf.

Mourinho sem stýrði Chelsea til sigurs í ensku úrvalsdeildinni í vor hefur náð ótrúlegum árangri sama hvar hann hefur stigið niður fæti.

Á þessu tímabili hefur sagan hinsvegar verið önnur. Chelsea situr í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og tapaði nokkuð óvænt gegn fyrrum félagi Mourinho, Porto, á dögunum.

„Ég hef þurft að takast á við erfið verkefni en þetta er versti kafli lífs míns. Ég hef aldrei tapað jafn mörgum leikjum á jafn stuttum tíma. Vonandi get ég lært af þessu og gert mig að betri knattspyrnustjóra.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×