Enski boltinn

Mourinho: Þurftum að breyta í hálfleik og gerðum það

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Mourinho þakkar markaskoraranum Costa fyrir leikinn
Mourinho þakkar markaskoraranum Costa fyrir leikinn vísir/getty
Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea var allt annað en sáttur við fyrri hálfleik þegar lið hans lagði Leicester City 2-0 í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann var aftur á móti ánægður með seinni hálfleikinn.

„Við lékum ekki vel í fyrri hálfleik. Leicester mætti til leiks með stífan varnarleik og reyndu að skapa usla okkur með skyndisóknum.

„Við vorum frekar hægir. Hreyfðum boltann hægt og hugsuðum hægt. Við þurfum að breyta og gerðum það.

„Við stjórnuðum leiknum algjörlega í seinni hálfleik. Ég man eftir færinu þeirra í stöðunni 0-0 en við fengum svo mörg færi til að skora. Augljóslega áttum við sigurinn skilinn,“ sagði Mourinho.

Nigel Pearson knattspyrnustjóri Leicester var ánægður með frammistöðuna hjá sínu liðið í dag þó hann hefði viljað fá eitthvað út úr leiknum.

„Við erum vonsviknir. Lykil augnablik féllu ekki fyrir okkur í dag. Við lékum einstaklega vel í fyrri hálfleik en þetta snýst um að nýta færin þegar þau gefast.

„Það er meira jákvætt hægt að taka út úr þessum leik heldur en neikvætt. Við erum samt ekki að tala um að við séum sáttir við að koma hingað og tapa heldur sýndu leikmennirnir hvað þeir geta. Það sem við þurfum er að sýna það allan leikinn,“ sagið Pearson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×