Fótbolti

Mourinho: Real er mitt lið á Spáni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Jose Mourinho segist vera stuðningsmaður Real Madrid þrátt fyrir slæman viðskilnað við félagið síðastliðið vor.

Mourinho er í dag stjóri Chelsea sem mætir Atletico Madrid í fyrir viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Annað kvöld eigast svo við Real Madrid og Bayern München í hinni undanúrslitarimmunni.

Mourinho kom til Real Madrid árið 2010 og varð bikarmeistari á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Real vann svo spænska meistaratitilinn vorið 2012 en liðið náði ekki að fylgja því eftir ári síðar.

Mourinho lenti upp á kant við nokkra leikmenn liðsins og fjölmiðlar hafa haldið því fram að Mourinho hafi fundist sem að nokkrir þeirra hafi svikið sig.

„Real er mitt félag á Spáni og ég verð ánægður þegar liðið vinnur keppnir sem ég tek ekki þátt í,“ sagði Mourinho sem sagðist bera virðingu fyrir liði Atletico.

„Það eru bara góð lið sem komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Við berum virðingu fyrir Atletico Madrid.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×