Enski boltinn

Mourinho: Rashford byrjar næsta leik

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Marcus Rashford fær byrjunarliðssæti á fimmtudaginn.
Marcus Rashford fær byrjunarliðssæti á fimmtudaginn. vísir/getty
José Mourinho lofar því að hinn 18 ára gamli Marcus Rashford verður í byrjunarliðinu á fimmtudagskvöldið þegar United tekur á móti Feyenoord í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Rashford hefur ekki enn byrjað leik undir stjórn Mourinho en hefur heillað í hvert sinn sem hann hefur komið inn á og skoraði meðal annars sigurmarkið á móti Hull á dögunum.

„Næsti stórleikur okkar er gegn Feyenoord og hann mun spila. Það er það eina sem ég get sagt,“ sagði Mourinho eftir tapið gegn Man. City um helgina þar sem Rashford kom inn af krafti í hálfleik.

„Ég treysti honum fullkomlega og veit að hann á bjarta framtíð fyrir höndum. Hann er nía en ef við viljum spila honum í öðrum stöðum þurfum við að bæta hans leik.“

Rashford átti góða innkomu gegn Manchester City þar sem hann spilaði á kantinum en hann fær ekki mörg tækifæri sem framherji þessa dagana vegna komu Zlatans Ibrahimovic.

„Gegn City áttum við í vandræðum á vængjunum og strákurinn gaf okkur það sem okkur skorti með Mkhtariyan og Lingard í fyrri hálfleik. Við fengum nákvæmlega það sem við þurftum frá honum,“ sagði José Mourinho.


Tengdar fréttir

Rooney og Guardiola tókust á | Myndir

Skemmtilegt atvik átti sér stað í fyrri hálfleik leiks Manchester United og Manchester City í dag þegar Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United og Pep Guardiola, stjóri Manchester City, tókust á í stuttan tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×