Fótbolti

Mourinho: Mkhitaryan þarf að standa sig betur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mkhitaryan í Tyrklandi í gær.
Mkhitaryan í Tyrklandi í gær. vísir/getty
Henrikh Mkhitaryan hefur verið í frystinum hjá Jose Mourinho, stjóra Man. Utd, en Armeninn fékk loksins að spila í Evrópudeildinni í gær.

Það var í fyrsta sinn síðan 10. september sem Mkhitaryan fær að spila en hann kom af bekknum.

Margir hafa furðað sig á því af hverju Mourinho geti ekki notað mann sem var frábær hjá Dortmund. Sérstaklega í ljósi þess að ekkert gengur hjá United.

„Hann þarf að standa sig betur. Það eru margir leikmenn um þessar stöður og hann þarf að spila betur en Mata, Lingard og Martial. Þetta er ekkert flókið,“ sagði Mourinho.

„Allir þjálfarar vilja vinna leiki og spila á þeim leikmönnum sem þeir telja að muni færa liðinu stig. Ég er ekkert öðruvísi.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×