Enski boltinn

Mourinho: Leikmennirnir þurfa frí

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mourinho er með sína menn í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Mourinho er með sína menn í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Vísir/AFP
José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að brasilísku leikmennirnir í leikmannahópi liðsins séu ekki enn komnir almennilega í gang eftir HM í sumar.

Fjórir Brasilíumenn eru í leikmannahópi Chelsea: Filipe Luis, Oscar, Willian og Ramires. Þeir þrír síðastnefndu voru í eldlínunni með Brasilíu sem lenti í 4. sæti á HM á heimavelli í sumar.

Mourinho segir að Brassarnir hafi ekki fengið nógu mikla hvíld áður en tímabilið hjá Chelsea hófst.

„Þeir þurfa frí, þeir fengu ekki frí. Þeir þurfa almennilegt undirbúningstímabilið sem þeir fengu ekki.

„Leikmennirnir eru að lenda í vandræðum og næsta undirbúningstímabil verður eflaust enn verra vegna landsleikja,“ sagði Mourinho, en Suður-Ameríkukeppni (Copa América) hefst skömmu eftir að tímabilinu 2014-15 lýkur.

Áðurnefndir leikmenn verða eflaust í eldlínunni þar og ljóst er að annað sumarið í röð setur stórmót landsliða stórt strik í undirbúning Chelsea, og fleiri liða, fyrir komandi tímabil.

Chelsea er í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með 16 stig eftir sex leiki.

Oscar var í eldlínunni með Brasilíu á HM.Vísir/AFP

Tengdar fréttir

Öruggt hjá Chelsea

Chelsea heldur sínu striki á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta en liðið lagði Aston Villa 3-0 á heimavelli sínum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×