Enski boltinn

Mourinho: Ekki slæm úrslit að undanförnu hjá Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho og Paul Pogba.
Jose Mourinho og Paul Pogba. Vísir/Getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, er alls ekki sammála þeim fullyrðingum að úrslitin hafi verið slæm hjá United-liðnu á undanförnum vikum.

Manchester United sló nágranna sína út úr enska deildabikarnum í vikunni eftir að hafa steinlegið 4-0 á móti Chelsea um síðustu helgi.

Jose Mourinho hefur fengið á sig gagnrýn en hann sjálfur er sáttur með hvernig hans menn hafa byrjað tímabilið.

Manchester United er með 14 stig eftir 9 leiki og situr í sjöunda sæti deildarinnar sex stigum á eftir toppliðunum.

„Við höfum aðeins tapað einu sinni í síðustu sjö leikjum. Það er betri að tapa einum leik 4-0 en fjórum leikjum 1-0. Það eru þó bara þrjú stig,“ sagði Jose Mourinho á blaðamannafundi fyrir leik Manchester United á móti Burnley um helgina.

„Úrslitin að undanförnu hafa ekki verið slæm. Við töpuðum tveimur stigum á móti Stoke sem var langbest spilaði leikur okkar á tímabilinu hvað varðar færasköpun og marktækifæri,“ sagði Mourinho.

„Við erum lið í vinnslu. Við munum ekki tapa stigum svona eftir þrjá til fjóra mánuði. Núna erum við bara að hugsa um einn leik í einu og Burnley verður mjög eriður andstæðingur,“ sagði Mourinho.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley eru í 14. sæti með fjórum stigum minna en Manchester United. Liðið fagnaði sigri á móti Everton um síðustu helgi.


Tengdar fréttir

Martraðalíf hjá Mourinho í Manchester

Það gengur illa þessa dagana hjá knattspyrnustjóranum Jose Mourinho og þá erum við bæði að tala um inn á vellinum og utan hans.

Mourinho kærður fyrir ummæli sín

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, sleppur ekki við kæru hjá aganefnd enska knattspyrnusambandsins eftir orð sín á blaðamannafundi fyrir leik Manchester United og Liverpool á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×