Enski boltinn

Mourinho: Ekki Paul að kenna að hann var keyptur á metfé

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Paul Pogba í leik með Manchester United.
Paul Pogba í leik með Manchester United. Vísir/Getty
Paul Pogba, leikmaður Manchester United, var gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í tapleiknum gegn Chelsea í bikarnum á mánudag.

Chelsea vann leikinn, 1-0, og Pogba þótti ekki standa undir væntingum. Pogba varð í sumar dýrasti knattspyrnumaður heims þegar hann var keyptur frá Juventus fyrir 90 milljónir punda.

En þó svo að væntingarnar sem fylgi verðmiðanum séu miklar telur knattspyrnustjórinn Jose Mourinho að það sé ekki sanngjarnt að stíga fram með slíkar kröfur.

„Mér líður eins og að heimurinn sé að missa jafnvægi. Maður verður víða var við öfund,“ sagði Mourinho á blaðamannafundi í dag.

Sjá einnig: Kaupir ekki mann á 90 milljónir til að fá 90 milljón vandamál

„Það er ekki Paul að kenna að hann fær tíu sinnum meira borgað en margir aðrir og að sumir fyrrverandi knattspyrnumenn séu fjárþurfi. Ég og félagið erum mjög ánægð með Paul.“

Hann sagði enn fremur að Paul Pogba ætti það skilið að fólk beri virðingu fyrir hann.

„Hann kemur úr verkamannafjölskyldu. Þau eru risar. Foreldrar hans lögðu mikið á sig og hann barðist fyrir ferlinum sínum.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×