Enski boltinn

Mourinho: Costa verður að finna aðra leið til að meiða mig en með vesti | Sjáðu atvikið

Tómas Þór Þórðarson skrifar

Diego Costa, framherji Chelsea, var ónotaður varamaður þegar Tottenham og Chelsea skildu jöfn, markalaus, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Spænski framherjinn var vægast sagt ósáttur við að fá ekki tækifæri í leiknum og kastaði upphitunarvesti sínu aftur fyrir sig og í áttina að Mourinho þegar hann tók sér aftur sæti á bekknum í uppbótartíma.

Mourinho tók ekki eftir neinu en var spurður út í atvikið á blaðamannafundi eftir leikinn. „Ég bjóst ekki við að leikmaður á bekknum myndi hoppa og syngja. Alvöru leikmaður sem er á bekknum er ekki ánægður. Ef hann ætlar að meiða mig gerir hann það ekki með vesti,“ sagði Mourinho.

„Ég vil ekki að varamennirnir hiti upp. Ég vil bara að þeir séu tilbúnir andlega til að spila fyrir mig þegar ég kalla á þá. Það er ekkert illt á milli mín og Diego. Þetta var bara ákvörðun sem ég tók,“ sagði José Mourinho.

Í spilaranum hér að ofan má sjá þegar Costa kastar vestinu í átt að Mourinho eftir að ljóst var að hann myndi ekki taka þátt í leiknum.


Tengdar fréttir

Mourinho: Besta frammistaða Chelsea á tímabilinu

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að frammistaða Chelsea gegn Tottenham hafi verið besta frammistaða Chelsea á tímabilinu. Liðin gerðu markalaust jafntefli á White Hart Lane fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×