Enski boltinn

Mourinho: Bjóðiði mér tvöföld laun mín hjá Chelsea en ég fer ekki

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho fagnar eftir 3-0 tap gegn WBA í síðustu viku.
Mourinho fagnar eftir 3-0 tap gegn WBA í síðustu viku. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að hann muni ekki þjálfa annað lið á Englandi eða annar staðar fyrr en honum verður ýtt í burtu frá Chelsea.

„Ég sé mig þjálfa annað lið, já, en ég elska Chelsea og ég verð í höndum á Mr. Abramovich þangað til eitthvað gerist,” sagði Mourinho við Football Focus.

„Daginn sem Abramovich finnst ég ekki nægilega góður fyrir Chelsea vil ég vinna áfram og þá á Englandi ef það er í boði.”

Mourinho hefur þjálfað eins og kunnugt er í Portúgal, á Spáni og á Ítalíu. Hann hefur náð árangri á öllum stöðunum þar sem hann hefur þjálfað. Hann vann meðal annars Meistaradeildina með Porto, vann deildina á Spáni og Ítalíu, en einnig vann hann Meistaradeildina með Inter.

„Þangað til Abramovich segir annað, sé ég mig ekki fara. Öll lið gætu komið til mín núna og boðið mér frábært verkefni, boðið mér tvöföld laun mín hjá Chelsea, en það er enginn möguleiki ég fari,” sagði Mourinho að lokum.

Chelsea mætir Sunderland á heimavelli á morgun, en þeim bláklæddu verður þá afhentur Englandsmeistarabikarinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×